Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórðu umferð VISA bikars karla lýkur í kvöld
Þriðjudagur 26. júní 2007 kl. 10:37

Fjórðu umferð VISA bikars karla lýkur í kvöld

Fjórðu umferð í VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu lýkur í kvöld með fimm leikjum. Allir hefjast leikirnir kl. 20:00 og munu Grindvíkingar freista þess að komast áfram í 16 liða úrslit keppninnar.

 

Grindavík mætir Þrótti Reykjavík á Valbjarnarvelli en liðin mættust á föstudag í síðustu viku í 7. umferð 1. deildar þar sem Grindavík hafði 2-1 sigur á Grindavíkurvelli. Það má því gera ráð fyrir miklum slag í kvöld þegar þessi tvö sterku 1. deildarlið leiða saman hesta sína.

 

Reynismenn féllu í gærkvöldi úr keppni eftir 10-0 stórtap gegn ÍBV í Eyjum og því eru Grindvíkingar eina karlaliðið af Suðurnesjum sem eftir er í fjórðu umferð. Bikarmeistarar Keflavíkur úr Landsbankadeildinni koma svo inn í 16 liða úrslitin rétt eins og önnur lið í Landsbankadeildinni. 16 liða úrslitin fara fram dagana 10.-11. júlí.

 

Aðrir leikir kvöldsins í VISA bikar karla:

 

Dalvík/Reynir-Þór

Stjarnan-Fjölnir

Haukar-Leiknir

Fjarðabyggð-Leiknir F.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024