Fjórði sigur Keflavíkur í röð
Keflavík sigraði Breiðablik á heimavelli í kvöld í Domino´s deild kvenna með átta stigum og voru lokatölur leiksins 74-66. Þetta var fjórði sigur Keflavíkur í röð og náði liðið þar með að koma fram hefndum fyrir síðasta leik liðanna en Breiðablik fór með sigur af hólmi í þeim leik.
Brittany Dinkins heldur áfram að fara á kostum í liði Keflavíkur og var hún valin lykilleikmaður 9. umferðar af karfan.is, hún var stigahæsti leikmaður liðsins í kvöld með 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar.
Emelía Ósk Gunnarsdóttir var með 16 stig og 5 fráköst, Erna Hákonardóttir 8 stig, Birna Valgerður Benónýsdóttir 7 stig og Þóranna Kika Hodge- Karr með 6 stig og 10 fráköst.