Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórði lykilmaðurinn á förum frá Grindavík
Miðvikudagur 7. janúar 2015 kl. 18:22

Fjórði lykilmaðurinn á förum frá Grindavík

Hópur Grindvíkinga að þynnast


Framherjinn skæði, Juraj Grizelj, mun ekki leika áfram með Grindvíkingum í 1. deildinni í knattspyrnu næsta sumar, þrátt fyrir að hann hafi átt eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Ástæðan er sögð vera persónuleg.

„Hann hafði samband við okkur fyrir jól með þá ósk að losna undan samning við okkur vegna fjölskyldumála,“ sagði Óli Stefán Flóventsson aðstoðarþjálfari Grindvíkinga í samtali við Fótbolta.net. Óli Stefán sagði einnig að liðið væri þarna að missa einn stekasta leikmann 1. deildar.

„Við höfum nú þegar brugðist við með því að semja við Ásgeir Þór Ingólfsson og svo eru nokkur spil á borðinu sem við erum að skoða til að styrkja okkur enda búnir að missa fjóra byrjunarliðsmenn, þá Juraj, Óskar Pétursson, Daníel Leó Grétarsson og Jordan Edridge.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024