Fjórði Grindavíkursigurinn í röð
Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Breiðablik þegar liðin mættust í Röstinni í gærkvöldi í IE-deild karla í körfuknattleik. Lokatölur urðu 94-68.
Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en aðeins fjórum stigum munaði á liðunum í hálfleik, 43-39. Grindvíkingar tóku leikinn föstum tökum í seinni hálffleik og sýndu sitt rétta andlit. Blikar áttu ekkert svar við sýningu heimamanna sem léku við hvurn sinn fingur og skoruðu 33 stig í þriðja leikhluta gegn aðeins 14 stigum Blika. Staðan í lok þriðja leikhluta var 76-33 fyrir Grindavík.
Grindvíkingar héldu uppteknum hætti í fjórða leikhluta og kláruðu dæmið með stæl. Úrslit urðu 76-53 fyrir Grindavík sem hefur verið á góðu róli undanfarið en þetta var fjórði sigurleikur liðsins I röð. Grindvíkingar virðast því vera vel stemmdir fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Snæfelli á laugardaginn.
Atkvæðamestir í liði Grindavíkur voru Páll Axel Vilbergsson með 21 stig og 7 fráköst og Darrel Flake og Ólafur Ólafsson með sitthvor 18 stigin.
---
Mynd - Baráttujaxlinn Páll Axel skoraði 21 stig fyrir Grindavík.