Fjórða umferðin í Sólbrekkubraut um helgina
Fjórða umferð Íslandsmótsins í motocrossi fer fram á Sólbrekkubraut í Reykjanesbæ laugardaginn 18. ágúst næstkomandi. Brautin er töluvert breytt og mikið endurbætt og munu allir bestu motocrossmenn landsins mæta til keppni. Suðurnesjamaðurinn Aron Ómarsson er í toppbaráttunni og þarf að keyra vel um helgina til að eiga möguleika á Íslandsmeistaratitli.
Íslandsmeistarinn Gylfi Freyr Guðmundsson mun keppa í næst efsta flokki, MX2, þar sem hann er enn að glíma við axlarmeiðsli. Gylfi er í 4. sæti í MX2 með 39 stig en þar á toppnum er Brynjar Þór Gunnarsson með 77 stig. Aron hefur átt góðu gengi að fanga í flokki MX1 í sumar en þar situr hann í 3. sæti með 167 stig en Einar Sverrir Sigurðarson er á toppnum með 196 stig. Að vanda eru 75 stig í pottinum svo Aron mun