Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórða tapið í röð hjá Keflavík
Mánudagur 29. júlí 2013 kl. 09:24

Fjórða tapið í röð hjá Keflavík

Næsti leikur gegn Víkingum Ólafsvík

Keflvíkingar töpuðu í gær sínum fjórða leik í röð í Pepsi deild karla. Að þessu sinnu voru KRingar andstæðingarnir en leikið var í vesturbænum. Lokatölur urðu 0-3 þar sem öll mörk KR komu í seinni hálfleik. Keflvíkingar hafa ekki fengið stig í deildinni síðan sigur vannst á Skagamönnum þann 24. júní á útivelli.

Þeir Einar Orri Einarrson og Ray Anthony Jónsson komu aftur inn í lið Keflvíkinga í leiknum í gær eftir töluverða fjarveru vegna meiðsla. Keflvíkingar voru líklegir til þess að skora í fyrri hálfleik en tvo mörk frá heimamönnum í upphafi seinni hálfleiks gerðu út um leikinn. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Næsti leikur Keflvíkinga er gegn Víkingi Ólafsvík þann 7. ágúst. Víkingar eru einnig í botnbaráttu, þremur stigum ofar en Keflvíkingar, því verður um afar mikilvægan leik að ræða.