Fjórða tap Keflvíkinga í röð í Pepsi-deildinni
Valsmenn sigruðu Keflvíkinga, 2:0, á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.
Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eftir 20 mínútna leik eftir að Guðjón Árni reyndist brotlegur í vítateignum og vítaspyrna dæmd. Pól Justinussen bætti seinna markinu við á 60. mínútu og Valsmenn hefðu í raun getað bætt við mörkum frekar en að Keflvíkingar næðu að svara fyrir sig.
Sigur Valsmanna var því sanngjarn en þeir réðu ferðinni algerlega í þessum leik og áttu fjölda færa. Keflavík situr nú skammt fyrir ofan fallsæti með 8 stig eftir 8 leiki og liðið hefur tapað fjórum síðustu deildarleikjum sínum.
VF/Mynd Eyþór Sæmundsson: Hörður Sveinsson og félagar fóru með sigur af hólmi í kvöld.