Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fjórða tap Grindvíkinga í röð
Miðvikudagur 9. ágúst 2017 kl. 23:22

Fjórða tap Grindvíkinga í röð

Grindvíkingar töpuðu fjórða leiknum í röð í Pepsi-deildinni í knattspyrnu þegar þeir heimsóttu Víking í Ólafsvík í gærkvöld. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimamenn.

Heimamenn náðu forystu á fyrstu mínútu. Gestirinir  jöfnuðu með marki markamaskínunnar Andra Rúnars Bjarnasonar en þeir fengu mörg tækifæri til að jafna leikinn en markvörður heimamanna, Cristian Martinez lokaði hreinlega markinu með frábærri vörslu.
Grindvíkingar eru í 4.-5. sæti með KR með 21 stig, 4 stigum frá liðinu í 2. sæti, Stjörnunni. Í raun ótrúlegt eftir 4 töp í röð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta var eins og þungt högg í magann. Ef við förum ekki að vakna þá er bara blóðug fallbarátta framudan. Þetta átti aldrei að fara svona. Ég var búinn að teikna þetta upp fyrir leikinn og það átti ekkert að koma okkur á óvart þarna í byrjun,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga. hreinu með frábærri vörslu.
Næsti leikur Grindvíkinga er gegn botnliði ÍA 14. ágúst.