Fjórða jafnteflið í sumar
Keflavík og ÍBV skildu jöfn í Landsbankadeild karla í kvöld, 2-2. Keflvíkingar eru því sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig, einu stigi á eftir Fylkismönnum í þriðja sæti. Eyjamenn náðu hinsvegar að lyfta sér úr fallsæti og eru með 10 stig eftir 11 leiki. Þetta er fjórða jafntefli Keflavíkur í sumar og hafa Keflvíkingar gert flest jafntefli í deildinni. Guðmundur Viðar Mete lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í kvöld og stóð sig prýðisvel og á næsta örugglega eftir að reynast þeim vel í vörninni.
Guðmundur Steinarsson opnaði leikinn með látum er hann átti fast skot rétt framhjá marki ÍBV á 2. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar átti Hólmar Örn Rúnarsson þrumuskot en það fór einnig rétt framhjá og heimamenn líflegri til að byrja með.
ÍBV missti Steingrím Jóhannesson, þeirra markahæsta leikmann í sumar, af velli vegna meiðsla á 19. mínútu. Inn fyrir Steingrím kom Matthew Platt. Fjórum mínútum síðar fékk Andri Ólafsson góða sendingu inn fyrir Keflavíkurvörnina og skallaði hann boltann í stöng.
Þegar hálftími var liðinn af fyrri hálfleik kom upp mikið öngþveiti í teig Eyjamanna og barst boltins til Hólmars Rúnarssonar sem skaut fast að marki en Bjarni Hólm Aðalsteinsson fylgdist vel með og komst fyrir skotið.
Á 36. mínútu fékk Guðmundur Steinarsson ákjósanlegt færi til þess að koma Keflvíkingum yfir eftir sendingu frá Herði Sveinssyni. Var Guðmundur einn og óvaldaður í teignum en skaut beint á Birki Kristinsson í markinu.
Fyrsta mark leiksins kom á 40. mínútu en það gerði Hörður Sveinsson eftir vítaspyrnu. Brotið var á Hólmari Erni í vítateignum og dæmd vítaspyrna sem Hörður setti í hægra hornið á meðan Birkir skutlaði sér í það vinstra. Keflavík 1 – 0 ÍBV.
Þremur mínútum síðar átti Pétur Óskar Sigurðsson gott skot að marki Keflavíkur, skotið sem var úti við stöng og stefndi inn varði Ómar Jóhannsson glæsilega. Atgangurinn við mark Keflavíkur harðnaði verulega aðeins mínútu síðar eða á 44. mínútu leiksins þegar Pétur var enn á ferðinni og var í þann mund að leggja boltann framhjá Ómari í markinu þegar Guðjón Árni Antoníusson kom aðvífandi og renndi sér fyrir skotið og bjargaði Keflvíkingum.
Staðan því 1-0 í hálfleik og Keflvíkingar sterkari aðilinn þrátt fyrir nokkrar góðar rispur hjá Eyjamönnum.
Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik jöfnuðu Eyjamenn, Ian David Jefss átti þá fasta fyrirgjöf að marki Keflavíkur sem Ómar varði í Gest Gylfason og inn lak boltinn af Gesti. Keflavík 1 – 1 ÍBV.
Á 62. mínútu leiksins þurfti Guðmundur Steinarsson að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla og inn kom Ólafur Jón Jónsson sem átti, stuttu seinna, eftir að láta til sín taka.
Keflvíkingar sóttu stíft og braut Bjarni Geir Viðarsson á Jónasi Sævarssyni og fékk að líta gula spjaldið fyrir vikið. Aukaspyrnuna tók Guðmundur Mete en skaut hátt yfir. Aðeins mínútu síðar eða á 66. mínútu áttu Keflvíkingar aukaspyrnu á vinstri kantinum og sendi Jónas Sævarsson fastan bolta fyrir markið sem varamaðurinn Ólafur Jón Jónsson skallað aftur fyrir sig og beint í hægra markhorn Eyjamanna. Sannarlega glæsileg innkoma hjá leikmanninum unga. Keflavík 2 –1 ÍBV.
Skömmu síðar átti Hörður Sveinsson fasta skalla að Eyjamarkinu en boltinn fór rétt framhjá.
Á 76. mínútu leiksins reyndist Guðjón Antoníusson enn á ný vera bjargvættur Keflavíkur þegar hann kom boltanum frá marklínu eftir mikið klafs í teignum.
Vörn Keflavíkur gaf þó undan á 81. mínútu leiksins þegar Atli Jóhannsson sendi boltann fyrir markið. Kom Pétur Óskar Sigurðsson aðvífandi og sendi knöttinn í netið og staðan því 2 – 2.
Þetta urðu lokatölur leiksins og Keflvíkingar því enn í fjórða sæti deildarinnar en Eyjamenn komust upp í það sjöunda.
Guðjón Árni Antoníusson var svekktur í leiks lok en hann bjargaði Keflvíkingum tvívegis á síðustu stundu í stórsókn Eyjamanna. „Það var lagt upp með að ná í öll þrjú stigin í kvöld og við stefnum enn að því að ná þriðja sætinu í deildinni. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega leikinn af okkar hálfu en andleysi í hópnum gerði vart við sig í seinni hálfleik. Það var svekkjandi að vinna ekki leikinn en mér finnst liðið engu að síður vera að þéttast og komin meiri breidd í hópinn með Guðmundi og Kenneth,“ sagði Guðjón í samtali við Víkurfréttir í kvöld. „Nú er bara að rífa sig upp fyrir leikinn gegn KR á sunnudag en þeir eru sjóðheitir eftir 4-0 sigurinn gegn Fram,“ sagði Guðjón að lokum.
Staðan í deildinni
Byrjunarlið Keflavíkur:
Ómar Jóhannsson (M), Guðjón Árni Antoníusson, Gestur Gylfason, Jónas Guðni Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Guðmundur Steinarsson, Hörður Sveinsson, Baldur Sigurðsson, Gunnar Hilmar Kristinsson, Michael Johansson, Guðmundur Viðar Mete.
Byrjunarlið ÍBV:
Birkir Kristinsson (M), Páll Þorvaldur Hjarðar, Andri Ólafsson, Atli Jóhannsson, Ian David Jeffs, Pétur Runólfsson, Steingrímur Jóhannesson, Bjarni Geir Viðarsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Heimir Snær Guðmundsson, Pétur Óskar Sigurðsson.
VF-myndir/ Hilmar Bragi Bárðarson
Guðmundur Steinarsson opnaði leikinn með látum er hann átti fast skot rétt framhjá marki ÍBV á 2. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar átti Hólmar Örn Rúnarsson þrumuskot en það fór einnig rétt framhjá og heimamenn líflegri til að byrja með.
ÍBV missti Steingrím Jóhannesson, þeirra markahæsta leikmann í sumar, af velli vegna meiðsla á 19. mínútu. Inn fyrir Steingrím kom Matthew Platt. Fjórum mínútum síðar fékk Andri Ólafsson góða sendingu inn fyrir Keflavíkurvörnina og skallaði hann boltann í stöng.
Þegar hálftími var liðinn af fyrri hálfleik kom upp mikið öngþveiti í teig Eyjamanna og barst boltins til Hólmars Rúnarssonar sem skaut fast að marki en Bjarni Hólm Aðalsteinsson fylgdist vel með og komst fyrir skotið.
Á 36. mínútu fékk Guðmundur Steinarsson ákjósanlegt færi til þess að koma Keflvíkingum yfir eftir sendingu frá Herði Sveinssyni. Var Guðmundur einn og óvaldaður í teignum en skaut beint á Birki Kristinsson í markinu.
Fyrsta mark leiksins kom á 40. mínútu en það gerði Hörður Sveinsson eftir vítaspyrnu. Brotið var á Hólmari Erni í vítateignum og dæmd vítaspyrna sem Hörður setti í hægra hornið á meðan Birkir skutlaði sér í það vinstra. Keflavík 1 – 0 ÍBV.
Þremur mínútum síðar átti Pétur Óskar Sigurðsson gott skot að marki Keflavíkur, skotið sem var úti við stöng og stefndi inn varði Ómar Jóhannsson glæsilega. Atgangurinn við mark Keflavíkur harðnaði verulega aðeins mínútu síðar eða á 44. mínútu leiksins þegar Pétur var enn á ferðinni og var í þann mund að leggja boltann framhjá Ómari í markinu þegar Guðjón Árni Antoníusson kom aðvífandi og renndi sér fyrir skotið og bjargaði Keflvíkingum.
Staðan því 1-0 í hálfleik og Keflvíkingar sterkari aðilinn þrátt fyrir nokkrar góðar rispur hjá Eyjamönnum.
Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik jöfnuðu Eyjamenn, Ian David Jefss átti þá fasta fyrirgjöf að marki Keflavíkur sem Ómar varði í Gest Gylfason og inn lak boltinn af Gesti. Keflavík 1 – 1 ÍBV.
Á 62. mínútu leiksins þurfti Guðmundur Steinarsson að yfirgefa leikvöllinn vegna meiðsla og inn kom Ólafur Jón Jónsson sem átti, stuttu seinna, eftir að láta til sín taka.
Keflvíkingar sóttu stíft og braut Bjarni Geir Viðarsson á Jónasi Sævarssyni og fékk að líta gula spjaldið fyrir vikið. Aukaspyrnuna tók Guðmundur Mete en skaut hátt yfir. Aðeins mínútu síðar eða á 66. mínútu áttu Keflvíkingar aukaspyrnu á vinstri kantinum og sendi Jónas Sævarsson fastan bolta fyrir markið sem varamaðurinn Ólafur Jón Jónsson skallað aftur fyrir sig og beint í hægra markhorn Eyjamanna. Sannarlega glæsileg innkoma hjá leikmanninum unga. Keflavík 2 –1 ÍBV.
Skömmu síðar átti Hörður Sveinsson fasta skalla að Eyjamarkinu en boltinn fór rétt framhjá.
Á 76. mínútu leiksins reyndist Guðjón Antoníusson enn á ný vera bjargvættur Keflavíkur þegar hann kom boltanum frá marklínu eftir mikið klafs í teignum.
Vörn Keflavíkur gaf þó undan á 81. mínútu leiksins þegar Atli Jóhannsson sendi boltann fyrir markið. Kom Pétur Óskar Sigurðsson aðvífandi og sendi knöttinn í netið og staðan því 2 – 2.
Þetta urðu lokatölur leiksins og Keflvíkingar því enn í fjórða sæti deildarinnar en Eyjamenn komust upp í það sjöunda.
Guðjón Árni Antoníusson var svekktur í leiks lok en hann bjargaði Keflvíkingum tvívegis á síðustu stundu í stórsókn Eyjamanna. „Það var lagt upp með að ná í öll þrjú stigin í kvöld og við stefnum enn að því að ná þriðja sætinu í deildinni. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega leikinn af okkar hálfu en andleysi í hópnum gerði vart við sig í seinni hálfleik. Það var svekkjandi að vinna ekki leikinn en mér finnst liðið engu að síður vera að þéttast og komin meiri breidd í hópinn með Guðmundi og Kenneth,“ sagði Guðjón í samtali við Víkurfréttir í kvöld. „Nú er bara að rífa sig upp fyrir leikinn gegn KR á sunnudag en þeir eru sjóðheitir eftir 4-0 sigurinn gegn Fram,“ sagði Guðjón að lokum.
Staðan í deildinni
Byrjunarlið Keflavíkur:
Ómar Jóhannsson (M), Guðjón Árni Antoníusson, Gestur Gylfason, Jónas Guðni Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Guðmundur Steinarsson, Hörður Sveinsson, Baldur Sigurðsson, Gunnar Hilmar Kristinsson, Michael Johansson, Guðmundur Viðar Mete.
Byrjunarlið ÍBV:
Birkir Kristinsson (M), Páll Þorvaldur Hjarðar, Andri Ólafsson, Atli Jóhannsson, Ian David Jeffs, Pétur Runólfsson, Steingrímur Jóhannesson, Bjarni Geir Viðarsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Heimir Snær Guðmundsson, Pétur Óskar Sigurðsson.
VF-myndir/ Hilmar Bragi Bárðarson