Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórða jafnteflið í röð hjá Vogamönnum og Víðismenn áfram í fallbaráttu
Sunnudagur 5. ágúst 2018 kl. 11:17

Fjórða jafnteflið í röð hjá Vogamönnum og Víðismenn áfram í fallbaráttu

Víðir og Þróttur Vogum spiluðu í 13. umferð 2. deildar á miðvikudagskvöldið. Afturelding bjargaði stigi gegn Víði á síðustu stundu á Garðsvelli. Varnarmaðurinn Tonci Radovnikovic kom Víði yfir snemma leiks en Andri Freyr Jónasson jafnaði fyrir Aftureldingu á 94. mínútu. 

Þróttarar frá Vogum heimsóttu Sauðárkrók og gerðu markalaust jafntefli á móti Tindastól. Þróttarar sitja í sjöunda sæti með 23 stig og Víðismenn eru í því áttunda með 13 stig eftir jafn marga leiki. 
 
Það verður nágrannaslagur 22. ágúst í Vogum þegar þessi lið eigast við.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024