Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórar frá UMFG í 18 ára hópinn
Mánudagur 17. desember 2007 kl. 20:08

Fjórar frá UMFG í 18 ára hópinn

Körfuknattleiksþjálfarinn Ágúst Sigurður Björgvinsson hefur valið æfingahóp U 18 ára landsliðs kvenna í körfubolta sem kemur saman milli jóla og nýárs. Sex leikmenn koma úr röðum Hauka en næstflesta leikmenn eiga Grindvíkingar eða fjóra talsins.

 

Leikmennirnir sem voru valdir úr Grindavík voru þær Ingibjörg Jakobsdóttir, Íris Sverrisdóttir, Lilja Sigmarsdóttir og Alma Rut Garðarsdóttir. Þá var Lóa Dís Másdóttir úr Keflavík einnig valin í hópinn.

 

Annars er hópurinn skipaður eftirtöldum leikmönnum:

 

Hafrún Hálfdánardóttir Hamar

Bryndís Hanna Hreinsdóttir Haukar

Helena Brynja Holm Haukar

Kristín Fjóla Reynirsdóttir Haukar

Ragna Margrét Brynjarsdóttir Haukar

Heiðrún Hödd Jónsdóttir Haukar

Lóa Dís Másdóttir Keflavík

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir Kormákur

Dóra Björk Þrándardóttir KR

Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir KR

Gunnhildur Gunnarsdóttir Snæfell

María Björsdóttir Snæfell

Ingibjörg Jakobsdóttir UMFG

Íris Sverrisdóttir UMFG

Lilja Sigmarsdóttir UMFG

Alma Rut Garðarsdóttir UMFG

 

Hópurinn mun æfa í fjóra daga á milli jóla og nýárs tvisvar sinnum á dag.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Ingibjörg Jakobsdóttir leikmaður Grindavíkur hefur hér góðar gætur á LaKiste Barkus leikmanni Hamars. Ingibjörg er einn þeirra leikmanna úr Grindavík sem valinn var í æfingahópinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024