Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjórar frá Suðurnesjum í U20 á Evrópumótinu
Björg Gunnarsdóttir úr Njarðvík er í U20 með þremur öðrum Suðurnesjastúlkum.
Laugardagur 7. júlí 2018 kl. 07:03

Fjórar frá Suðurnesjum í U20 á Evrópumótinu

Fjórir leikmenn af Suðurnesjum eru í U20 kvennaliði Íslands sem hefur leik í dag, laugardag 7. júlí á Evrópumeistaramótinu í körfubolta sem haldið er í Ordadea í Rúmeníu.
U20 kvennaliðið er fyrsta yngra landsliðið af sex sem hefur keppni á þessu sumri á EM en í kjölfarið á næstu dögum og vikum fara á EM U20 karlar, U18 stúlkur og drengir og U16 stúlkur og drengir.

Suðurnesjastúlkurnar eru þær Björk Gunnarsdóttir og Hulda Bergsteinsdóttir úr Njarðvík og þær Katla Rún Garðarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir frá Keflavík.

U20 kvennaliðið er í riðli með:
Tyrklandi, Hvíta-Rússlandi, Danmörk, Tékklandi og Búlgaríu.
Í hinum riðli B-deildarinnar eru: Bretland, Grikkland, Ísrael, Rúmenía, Litháen og Úkraína.

Fyrsti leikurinn verður á laugardag kl.20:15 að íslenskum tíma þegar stelpurnar okkar mæta Búlgaríu.
Allar upplýsingar um mótið stelpunum má sjá hér http://www.fiba.basketball/europe/u20bwomen/2018 og leikjaplan stelpnanna má sjá hér http://www.fiba.basketball/europe/u20bwomen/2018/team/Iceland#|tab=games_and_results
 
Allir leikir A og B deilda EM yngri landsliða eru í beinni útsendingu á youtube rás FIBA og einnig er lifandi tölfræði frá öllum leikjum þannig að mjög auðveld er að fylgjast með leikjum ÍSLANDS á EM yngri liða. Einnig verða fréttir af hópnum á fésbókarsíðu KKÍ regulega og öðrum miðlum KKÍ.

Hópurinn er svona skipaður:
Anna Lóa Óskarsdóttir                   Haukar
Anna Soffía Lárusdóttir                 Snæfell
Björk Gunnarsdóttir                       Njarðvík
Bríet Lilja Sigurðardóttir               Skallagrímur
Dagbjört Dögg Karlsdóttir            Valur
Hulda Bergsteinsdóttir                  Njarðvík
Katla Rún Garðarsdóttir                Keflavík
Kristín Rós Sigurðardóttir             Breiðablik
Magdalena Gísladóttir                   Haukar
Ragnheiður Björk Einarsdóttir    Haukar
Thelma Dís Ágústsdóttir               Keflavík
Þórdís Jóna Kristjándsdóttur       Haukar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Landsliðshópurinn og aðstoðarfólk í flugstöðinni fyrir ferðina.