Fjör í skólahreysti undankeppni í Heiðarskóla
Skólahreystikeppni Heiðarskóla fór fram í íþróttasal skólans 6. desember sl. Það eru nemendur í 8.–10. bekk sem taka þátt í keppninni og er þetta undirbúningur fyrir skólahreystikeppni grunnskólana sem haldin verður á næsta ári. Eftir mikla keppni þar sem allt var lagt undir voru það fjórir nemendur sem höfðu sigur úr býtum.
Það voru þau Ástrós Elísa Eyþórsdóttir sem sigraði í armbeygjum og hreystigreip, Ísak Einar Ágústsson sigraði í upphífingum og dýfum og að lokum þau Eyþór Jónsson og Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir sem fóru á bestu tímunum í gegnum hraðaþrautina. Að venju komu gamlar skólahreystikempur skólans til að sinna dómgæslu. Áhorfendur sem voru nemendur úr 5.–10. bekk skemmtu sér vel og hvöttu keppendur áfram.
Myndir og texti: Óskar Birgisson.