Fjör í frjálsum
Frjálsíþróttasamband Íslands heldur Reykjanesmót í Fjör í frjálsum á morgun, Föstudaginn 13. desember kl. 12:00. Keppendur eru úr 6. og 7. bekk grunnskólana á svæðinu. Áætlað er að keppendur verði tæplega 100 og áhorfendur eitthvað fleiri þannig að stemningin verður gríðarleg. Fjör í frjálsum er ný gerð af keppni sem byggist á liðsárangri, sem á að taka pressuna af einstaklingnum og flytja hana yfir á liðsheildina. Þetta er breskt módel sem er vinsælt um allan heim. Fyrirhugað er að keppa í internetkeppni við skóla frá öðrum heimsálfum.