Fjör í fimleikum
Mikill fjöldi ungmenna stundar fimleika hjá Fimleikadeild Keflavíkur í glæsilegri aðstöðu í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ. Á laugardagsmorgnum mæta þau yngstu í krakkafimleika og þá mæta foreldrar eða amma og afi með.
Krakkanir gera æfingar og fara þrautahring í salnum með tilheyrandi fjöri. Ritstjóri Víkurfrétta mætti með eina afastelpuna í krakkafimleika og hér er Hekla Björk Jónsdóttir að spreyta sig.