Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 17. apríl 2003 kl. 15:36

Fjör á lokahófi KKÍ - Myndasyrpa!

Mikið fjör var á lokahófi KKÍ sem fram fór í Stapanum í gærkveldi og var mikið fjölmenni saman komið. Víkurfréttir voru með ljósmyndara á svæðinu og smellti hann nokkrum góðum myndum af körfuboltafólkinu, verðlaunahöfum og öðrum. Suðurnesjamenn voru áberandi á hófinu og fengu töluvert af viðurkenningum. Þar má helst nefna að Helgi Jónas Guðfinnsson úr Grindavík var valinn besti leikmaðurinn og Einar Jóhannesson úr Njarðvík var besti þjálfari í 1. deild kvenna.
Smellið hér til að sjá myndir

Verðlaunalisti kvöldsins er annars eins og hér segir:

Besta vítanýting í 1. deild kvenna Alda Leif Jónsdóttir ÍS 84,9%

Besta vítanýting í Intersport-deild Eiríkur Önundarson ÍR 86,9%

Besta nýting úr 3ja stiga skotum í 1.d.kv. Svava Ósk Stefánsdóttir Keflavík 40,0%

Besta nýting úr 3ja stiga skotum í Intersport-deild Gunnar Einarsson Keflavík 50,0%

Flest stig í 1. deild kvenna Y. Denise Shelton UMFG 30,9

Flest stig í Intersport-deild Stevie Johnson Haukar 34,6

Flest fráköst í 1. deild kvenna Jessica Stomski KR 17,0

Flest fráköst í Intersport-deild Darrell Flake KR 14,8

Flest varin skot í 1. deild kvenna Alda Leif Jónsdóttir ÍS 2,6

Flest varin skot í Intersport-deild Michail Antropov Tindastól 3,7

Flestir stolnir boltar í 1.d.kvenna Sonja Ortega Keflavík 6,2

Flestir stolnir boltar í Intersport-deild Eugene Christopher ÍR 3,4

Flestar stoðsendingar í 1.d.kvenna Sonja Ortega Keflavík 5,4

Flestar stoðsendingar í Intersport-deild Lárus Jónsson Hamar 6,2

Besti dómari Intersport-deild Leifur Garðarsson Haukar

Besti þjálfari 1. d. kv. Einar Árni Jóhannss.. UMFN

Besti þjálfari Intersport-deild Reynir Kristjánsson Haukar

Besti erl. leikm 1. d. kv. Y. Denise Shelton UMFG

Besti erl. leikm. í Intersport-deild Stevie Johnson Haukar

Besti varnarmaðurinn í 1.d.kv. Birna Valgarðsdóttir Keflavík

Besti varnarmaðurinn í Intersport-deild Sverrir Þór Sverrisson Keflavík

Prúðasti leikmaðurinn í 1. deild kv. Alda Leif Jónsdóttir ÍS

Prúðasti leikmaðurinn í Intersport-deild Sverrir Þór Sverrisson Keflavík

Úrvalslið-lið 1. deildar kvenna, Hildur Sigurðardóttir KR, Helga Þorvaldsdóttir KR, Birna Valgarsdóttir Keflavík, Erla Þorsteinsdóttir Keflavík, Svandís Sigurðardóttir ÍS.

Úrvalslið Intersport-deildar , Helgi Jónas Guðfinnsson UMFG, Eiríkur Önundarson ÍR, Damon Johnson Keflavík, Páll Axel Vinbergsson UMFG, Páll Kristinsson UMFN, Hlynur Bæringsson Snæfell. (Tveir voru jafnir í 5.-6. sæti)

Besti ungi leikmaðurinn í 1. d. kv.Helena Sverrisdóttir Haukar

Besti ungi leikmaðurinn í Intersport-deild Sævar Haraldsson Haukar

Besti leikmaður 1. deildar kvenna Hildur Sigurðardóttir KR

Besti leikmaður Intersport-deildar Helgi Jónas Guðfinnsson UMFG

Í hófinu fékk Erla Sveinsdóttir afhent gullmerki KKÍ og þeir Júlíus Valgeirsson, Þorgrímur St. Árnason, Óskar Ó. Jónsson og Rúnar Gíslason silfurmerki KKÍ fyrir vel unnin störf fyrir körfuknattleiksíþróttina.

VF-myndir: Tobbi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024