Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 2. maí 2002 kl. 11:13

Fjör á herrakvöldi UMFN

Herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFN var haldið í Stapanum sl. þriðjudag. Þar voru saman komnir flestir þeir karlmenn sem koma að körfunni í Njarðvík. Mikið fjör var á staðnum og var tjúttað langt fram á nótt.Árni Sigfússon var ræðumaður kvöldsins og lofaði hann Teit Örlygsson hástert í ræðu sinni. Edda Björgvinsdóttir var með skemmtiatriði að hætti hússins og Ólafur Thordersen var kynnir. Kvöldið þótti takast vel í alla staði enda gátu Njarðvíkingar lítið annað gert en skemmt sér eftir frábæran árangur í vetur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024