Fjölskyldusýningunni og opnu íþróttamóti Mána frestað
Fjölskyldusýningu Hestamannafélagsins Mána sem vera átti í dag kl.14 í tilefni Barnahátíðar í Reykjanesbæ hefur verið frestað vegna kvefpestar sem gengur nú yfir hrossin á Mánagrund og víðar. Mótinu er frestað um óákveðin tíma. Er þetta gert samkvæmt ráðleggingu frá dýralækni. Þá hefur Opnu íþróttamóti Mána og TM sem vera átti um helgina einnig verið frestað.