Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjölnismenn í Röstinni í kvöld
Mánudagur 18. febrúar 2008 kl. 09:56

Fjölnismenn í Röstinni í kvöld

Í kvöld lýkur 18. umferð í Iceland Express deild karla með tveimur leikjum. Reykjavíkurslagur verður í Seljaskóla þegar ÍR og KR mætast kl. 19:15 og í Grindavík taka heimamenn á móti Fjölni sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.

 

Grindvíkingar eru í 3. sæti og eiga enn fræðilegan möguleika á því að ná KR eða Keflavík að stigum í 1. og 2. sætinu en þá verða þeir að vinna alla deildarleiki sem eftir eru. Fjölnismenn eru í slæmum málum í deildinni og eru við það að falla og þurfa á hverju einasta stigi að halda sem er í pottinum. Þeir leika til bikarúrslita gegn Snæfellingum um næstu helgi.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ [email protected] - Þorleifur og Davíð Páll taka á móti Fjölni í Röstinni í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024