Fjölnismenn í Röstinni í kvöld
 Einn leikur fer fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar Grindvíkingar taka á móti Fjölni í Röstinni. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er næst síðasti leikurinn í 12. umferð en Keflvíkingar heimsækja Skallagrím á morgun og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá RÚV.
Einn leikur fer fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar Grindvíkingar taka á móti Fjölni í Röstinni. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er næst síðasti leikurinn í 12. umferð en Keflvíkingar heimsækja Skallagrím á morgun og verður leikurinn í beinni útsendingu hjá RÚV. 
Grindvíkingar fóru illa að ráði sínu í síðasta heimaleik er þeir töpuðu gegn toppliði KR 78-89 en þeir gulu eru nú í 6. sæti deildarinnar með 12 stig. Fjölnismenn eru á botni deildarinnar og hafa þar fjögur stig og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Ætli Grindvíkingar sér að vera öruggir inn í úrslitakeppnina kæmi það sér vel fyrir þá að ná sigri gegn botnliðinu.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				