Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjölniskonur auðveld bráð í Grindavík
Sunnudagur 7. janúar 2007 kl. 22:02

Fjölniskonur auðveld bráð í Grindavík

Grindavíkurkonur hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum í Lýsingarbikarkeppni kvenna í körfuknattleik eftir risasigur gegn 2. deildarliði Fjölnis. Lokatölur leiksins voru 111-35 og varð snemma ljóst í hvað stefndi.

Á um þremur seknúndum höfðu Grindavíkurkonur þegar gert fyrstu stig leiksins og eftir það héldu þau áfram að hrannast upp. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 35-9. Að honum loknum sást lítið til lykilmanna Grindavíkurliðsins og fengu minnispámenn að spreyta sig.

Í hálfleik var staðan 66-15 og einungis formsatriði fyrir Grindavík að klára leikinn. Fjölniskonur eru efstar í 2. deild kvenna og hafa ekki tapað leik svo þær mega gera ráð fyrir þungum róðri á næsta ári takist þeim að vinna sér inn sæti í Iceland Express deild kvenna.

Lokatölur leiksins voru 111-35 eins og fyrr greinir en einn leikur er eftir í 8-liða úrslitum kvenna og fer hann fram á morgun þegar Keflavík tekur á móti Breiðablik.

Haukar og Hamar ásamt Grindavík hafa tryggt sig inn í fjórðungsúrslitin sem leikin verða þann 28. janúar næstkomandi.

VF-mynd/ [email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024