Fjölnir mætir í Ljónagryfjuna
Njarðvíkingar fá nýliða Fjölnis í heimsókn í Ljónagryfjuna í kvöld.
Fjölnismenn hafa komið liða mest á óvart í ár og eru nú í 3. sæti deildarinnar og hafa sýnt góða takta í leikjum sínum. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn toppliði Njarðvíkinga sem hafa verið að gefa nokkuð eftir að undanförnu.
Leikurinn hefst kl. 19.15