Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjölmörg verðlaun í hús á AMÍ
Laugardagur 23. júní 2012 kl. 12:17

Fjölmörg verðlaun í hús á AMÍ



Það var glæsilegur dagur í gær á AMÍ (aldursflokka mót Íslands) sundmótinu sem haldið er í Reykjanesbæ um helgina. ÍRB hélt áfram að gera góða hluti í lauginni og eignuðst fjölmarga Aldursflokkameistara. Ljósmyndasafn frá mótinu má finna í ljósmyndasafni Víkurfrétta hér.

ÍRB leiðir keppni liða með næstum þriðja hluta stiga sem eru í pottinum. ÍRB er með 803 stig, Ægir er með 366 og Fjölnir er með 335.

Við hvetjum áhugasama til að kíkja við á skemmtilegt mót í Vatnaveröld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í gær bætust í hópinn eftirfarandi verðlaunahafar:

Stefanía Sigurþórsdóttir 200 bringa 12 ára og yngri

Baldvin Sigmarsson 200 bringa 15-16 ára

Berglind Björgvinsdóttir 200 bringa 15-16 ára

Kristófer Sigurðsson 200 bringa 16-17 ára

Sigmar Marijón Friðriksson 400m fjórsund 12 ára og yngri

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 400m fjórsund 12 ára og yngri

Jóhanna Júlía Júliusdóttir 400m fjórsund 15-16 ára

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 200 flug 12 ára og yngri

Ingi Þór Ólafsson 200 flug 13-14 ára

Birta María Falsdóttir 200 flug 13-14 ára

Baldvin Sigmarsson 200 flug 15-16 ára

Jóhanna Júlía Júlíusdóttir 200 flug 15-16 ára

Erla Sigurjónsdottir 200 flug 17-18 ára

Þá synti Davíð Hildiberg einnig í 100m skriðsundi og vann sinn flokk en ekki eru veitt aldursflokkaverðlaun í 19 ára og eldri.