Fjölmenni í Sparisjóðsmótinu
Vel heppnuðu Sparisjóðsmóti í sundi lauk á sunnudag en mótið tókst í alla staði mjög vel og var mjög fjölmennt. Sundmennirnir 416 komu frá 10 félögum víðsvegar um landið og sumir komu langt að. Þátttökuliðin voru: Ungmennafélagið Grindavík, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, Fjölnir Reykjavík, Sunddeild KR, Sundfélag Akraness, Sundfélag Hafnarfjarðar, Sundfélagið Húnar Hvammstanga, Sundfélagið Óðinn Akureyri, Sundfélagið Vestri, Sundfélag ÍBV og Ungmennafélagið Þróttur Vogum.
Sparisjóðurinn í Keflavík gaf öll verðlaun á mótinu en veitt voru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum einstaklingsgreinum 10 ára og yngri, 13-14 ára og 15 ára og eldri. Allir hnokkar og allar hnátur fengu einnig þátttökupeninga. Þá voru fjórir farandbikarar afhentir fyrir stigahæstu sund 13-14 ára og 15 ára og eldri, kvenna og karla í 200m grein. Fjórir sundmenn frá ÍRB hlutu þessa bikara í ár. Í hópi 13-14 ára Soffía Klemenzdóttir 659 stig fyrir 200m fjórsund og Hermann Bjarki Níelsson 482 stig fyrir 200m skriðsund. Í hópi 15 ára og eldri fékk Erla Dögg Haraldsdóttir 681 stig fyrir 200m bringusund og
Birkir Már Jónsson 715 stig fyrir 200m skriðsund.
Sparisjóðurinn í Keflavík hefur um langt skeið verið dyggur stuðningsaðili sundíþróttarinnar í Reykjanesbæ. Sem þakklætisvott, þá var fulltrúa Sparisjóðsins, Daða Þorgrímssyni, afhentur AMÍ bikarinn (Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi) til varðveislu næstu vikur en ÍRB hefur unnið þann bikar sl. þrjú ár og stefnir á að koma
aftur með hann í Reykjanesbæ í júlí eftir AMÍ á Akureyri.
Fjölmargir gestir komu í Vatnaveröldina í Reykjanesbæ til að taka þátt í verðlaunaafhendingum. Meðal þeirra sem komu voru Einar Haraldsson formaður
Keflavíkur, Ragnar Örn Pétursson forvarnar- og æskulýðsfulltrúi Reykjanesbæjar, Stefán Bjarkason frá Reykjanesbæ, Sigríður Jóhannesdóttir frá Reykjanesbæ, Halldór Þórólfsson fyrrverandi formaður Sunddeildar Keflavíkur, Baldur Þórir Guðmundsson frá Sparisjóði Keflavíkur, Daði Þorgrímsson frá Sparisjóði Keflavíkur og Árni Sigfússon bæjarstjóri ásamt því að Ásdís Ýr Jakobsdóttir setti mótið sem fulltrúi Sparisjóðsins. Þá kom Heiða í Unun og tók lagið á laugarbakkanum fyrir keppendur og áhorfendur. Heiða tók nokkur lög og kom síðan keppendum í Evróvision- gírinn með laginu sínu úr forkeppninni ,,Ég og heilinn
Í samstarfi við Sam-bíó í Keflavík var svo öllum sundmönnum mótsins sem gistu í Holtaskóla boðið á kvikmyndasýningu á myndina Blades of Glory. Eldri hópurinn fór á laugardeginum þegar keppni þeirra lauk en yngri hópurinn fór í 9 bíó á sunnudagsmorgni.
www.umfn.is og www.keflavik.is