Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjölmenni á stofnfundi handknattleiksdeildar Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 26. ágúst 2008 kl. 11:28

Fjölmenni á stofnfundi handknattleiksdeildar Reykjanesbæjar

Handknattleiksáhugamenn í Reykjanesbæ hafa ákveðið að blása lífi í þessa göfugu íþrótt í bæjarfélaginu með stofnun handknattleiksdeildar. Þeir segja löngu tímabært að endurvekja deildina, ekki síst á þessum tímapunkti þegar áhugi á íþróttinni hefur stóraukist í eftir stórgóðan árangur íslenska liðsins í Peking.
Stofnfundur deildarinnar fór fram í gærkvöldi og mættu um 50 manns og kom það forsvarsmönnum deildarinnar í opna skjöldu.

„Við vorum bara kjaftstopp þegar við sáum allan þennan fjölda. Þetta er auðvitað rétti tíminn til að kynna handbolta aftur fyrir íbúum Reykjanesbæjar. Landsliðið er búið að gera ótrúlega hluti á Ólympíuleikunum og áhuginn á íþróttinni hefur stóraukist. Nú förum við í viðræður við Reykjanesbæ um að fá úthlutaða tíma í íþróttahúsum bæjarins. Við erum að vonast til að geta hafið æfingar í september,“ sagði Einar Jónsson, einn af stofnendum deildarinnar.

„Við höfum verið í samstarfi við HSÍ og þeir eru tilbúnir til að útvega okkur bolta og annað sem þessu fylgir. SpKef hefur einnig sýnt áhuga á að styrkja okkur um búninga. Það má segja að boltinn er byrjaður að rúlla,“ sagði Einar.

Handbolti hefur verið í lægð á Íslandi á undanförnum árum, en síðasta vor skrifuðu 250 nemendur í Njarðvíkurskóla nafn sitt á undirskriftalista þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að æfa handbolta. Reykjanesbær hefur verið þekkur fyrir að framleiða góða knattspyrnu- og körfuboltamenn og nú er spurning hvort að bærinn fari að framleiða góða handboltamenn?


Uppl í síma: 848 9905 (Einar S.) 664 0038 (Einar J.) 659 8677 (Einar E.)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024