Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjölmenni á judomóti í Grindavík
Fimmtudagur 13. mars 2008 kl. 11:47

Fjölmenni á judomóti í Grindavík

Tæplega 100 judokrakkar tóku þátt í judomóti sem fram fór í Grindavík þann 1. mars síðastliðinn en judodeildir Grindavíkur, Reykjavíkur, ÍR og Akureyrar sendu keppendur í mótið sem heppnaðist með miklum myndarbrag.
 
Grindvíkingar höfðu sigur á mótinu með sigra í sjö flokkum af níu. Eftirfarandi judokrakkar frá Grindavík höfðu sigra í sínum flokkum: Smári Stefánsson, Andri Hrafn Vilhelmsson, Sigurjón Rúnarsson, Friðfinnur Sigurðsson, Guðjón Axel Guðjónsson, Heiðrún Pálsdóttir og Marcin Ostrowski en hann fékk einnig verðlaun fyrir bestu tæknina á mótinu.  
 
Fleiri myndir frá mótinu er hægt að skoða með því að smella hér
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024