Fjölmenni á herrakvöldi UMFN
Herrakvöld Körfuknattleiksdeildar UMFN fór fram í Stapa á föstudagskvöld og var kvöldið vel sótt. Örvar Þór Kristjánsson fyrrum leikmaður UMFN var veislustjóri kvöldsins og stóð sig með mikilli prýði. Örvar var Einari Árna, þjálfara UMFN, innan handar á tréverkinu í vetur en auk yfirgripsmikillar þekkingar á íþróttinni þykir hann mikill spaugari og kitlaði hláturtaugar gestanna.
Halldór Einarsson í HENSON tók til máls og fór nokkuð ofan í saumana á sinni íþróttasögu en HENSON hefur hannað búninga og annan íþróttafatnaða til fjölda ára.
Veglegt veisluhlaðborð framreitt af Haraldi Helgasyni fór vel í mannskapinn og þá voru uppboðin og happadrættið á sínum stað og voru flestir gestir kvöldsins sem fengu þar góða vinninga.
Þá er orðið ljóst að Valþór Söring Jónsson mun ekki sinna formennsku körfuknattleiksdeildar á næsta ári þar sem hann hefur ákveðið að stíga niður sem formaður. Úr stjórn fara með honum Halldóra Lúthersdóttir og Hafsteinn Hilmarsson.
,,Þetta er búið að vera frábær tími í formennskunni og það er engin eftirsjá í þessari ákvörðun
Myndasafn frá Herrakvöldi KKD UMFN er hægt að skoða hér til hliðar í ljósmyndasafni Víkurfrétta.