Fjölmenni á golfkynningu í Leirunni

Fjölmargir krakkar mættu á golfkynningu hjá Golfklúbbi Suðurnesja í Leirunni í dag. Nýráðinn golfkennari klúbbsins, Erla Þorsteinsdóttir var í eldlínunni og leiðbeindi ásamt nokkrum úr hópi betri kylfinga GS.
Veðrið hefur ekki verið upp á það besta að undanförnu en þrátt fyrir það voru krakkarnir áhugasamir og lærðu undirstöðuatriði golfíþróttarinnar í Leirunni í dag. Þessar myndir voru teknar á púttflötinni í gær og í dag þar sem nýliðar voru í golfkennslu, yngri sem eldri.

--

--



 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				