Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fjölmargt í boði í heilsuviku Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 4. október 2012 kl. 09:43

Fjölmargt í boði í heilsuviku Reykjanesbæjar

Dagskráin í dag fimmtudag

Heilsu- og forvarnarvika stendur nú yfir í Reykjanesbæ. Þetta er í fimmta skiptið sem  heilsu og forvarnarvikan er haldin undir kjörorðinu Samvinna-Þátttaka-Árangur. Markmiðið með heilsu-og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingurinn getur staðið  frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.

Fjölbreytt dagskrá verður alla vikuna og ýmis tilboð í gangi í fyrirtækjum heilsutengd.  Bæjarbúar eru hvattir til að kynna sér dagskrána og sækja þessa fjölmörgu viðburði en viðburðið standa yfir fram á sunnudag.  Hér að neðan er daskráin í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskrá Fimmtudaginn 4. október:

Kl. 06:05 Iron spinning í Lífstíl Vatnsnesvegi
Kl. 09:30-10:00 Yoga Leikskólinn Gimli Hlíðarveg 7 verður með Yoga fyrir alla áhugasama
Kl. 10:00 Leikfimi á Nesvöllum í boði tómstundarstarfs eldri borgara
Kl. 10-12 HSS Almenningi boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar ásamt fræðslu. Mæting er í biðsalnum á Heilsugæslunni.
Kl. 11:10 Butt lift í Lífstíl Vatnsnesvegi
Kl. 12:05 Spinning í Lífstíl Vatnsnesvegi
Kl. 14:00 Fyrirlestur með Jónínu Ben Á Nesvöllum (opið fyrir alla)
Kl. 15:00 Crossfit í Sporthúsinu Ásbrú hjá Hleiðari Gísla í boði Fríhafnarinnar
Kl. 16-18 Blóðþrýstings og sykursmælingar í Sjúkraþjálfun Suðurnesja við Hafnargötu 15.
Kl. 17:25 Spinnig í Lífstíl Vatnsnesvegi
Kl. 18:00 Lífstíll Vatnsnesvegi býður upp á DJ Óla Geir í tækjasal
Kl. 18:15 Rope yoga og pilates í Yogahúsinu Holtsgötu 6
Kl. 18:30 Tae Bo í Lífstíl Vatnsnesvegi