Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjöldi viðurkenninga veittur á tímamótafundi Keflavíkur
Þriðjudagur 3. mars 2009 kl. 08:20

Fjöldi viðurkenninga veittur á tímamótafundi Keflavíkur



Fjögur silfurmerki og tíu bronsmerki voru veitt á aðalfundi Keflavíkur nú fyrir helgi, auk fjögurra gullmerka sem veitt voru í fyrsta skipti fyrir 15 ára stjórnarsetu í félaginu. Segja má að um tímamótafund hafi verið á áttugasta afmælisári félagsins.

Silurmerkin eru veitt fyrir 10 ára stjórnarsetu en þau hlutu Sveinn Adolfsson, aðalstjórn, Guðsveinn Ólafur Gestsson, körfuknattleiksdeild, Grétar Ólason, knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild og Dagbjört Ýr Gylfadóttir,  badmintondeild.

Bronsmerkin voru veitt þeim Oddi Sæmundssyni knattspyrnudeild, Einari H. Aðalbjörnssyni,  sund- og knattspyrnudeild, Evu Björk Sveinsdóttur, Herdísi Halldórsdóttur og Sveinbjörgu Sigurðardóttur,  fimleikadeild, Guðmundi Jóni Bjarnasyni, sunddeild, Ingunni Gunnlaugsdóttur og Kristjáni Þór Karlssyni, badmintondeild, Eiríki Ásgeirssyni, skotdeild og Þóru Gunnarsdóttur, taekwndodeild.

Við þetta sama tækifæri voru tveir dómarar sæmdir heiðursmerki úr silfri en það voru þeir Jóhann Gunnarsson, knattspyrnudómari og Kristinn Óskarsson körfuknattleiksdómari en báðir eiga þeir langan og farsælan dómaraferil að baki.

Það var Starfsbikarinn afhentur Birni Víkingi Skúlasyni sem til fjölda ára hefur unnið óeigingjarnt starf í þágu körfuknattleiksdeildarinnar.

Á fundinum afhenti Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, Rannveigu Ævarsdóttur formanni taekwondódeildar, viðurkenningarskjal um áframhaldandi vottun ÍSÍ varðandi fyrirmyndardeild, einnig afhenti Ólafur Einari Haraldssyni, formanni Keflavíkur, viðurkenningarskjal um áframhaldandi vottun ÍSÍ varðandi fyrirmyndarfélag. Keflavík er því fyrsta fjölgreinafélagið sem fær þessa vottun öðru sinni.

Að lokum sæmdi Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Lilju Dögg Karlsdóttur starfsmerki UMFÍ.
----

Efri mynd: Björn Víkingur Skúlason hlaut Starfsbikarinn í ár en körfuknattleiksdeildin hefur í fjölda ára notið starfskrafta hans. Einar Haraldsson, fomaður félagsins, afhenti honum bikarinn.

Neðri mynd: Jóhann Gunnarsson knattspyrnudómari og Kristinn Óskarsson körfuknattleiksdómari eiga báðir langan og farsælan dómaraferil að baki. Þeir voru sæmdir heiðursmerki úr silfri.

VFmyndir/elg


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024