Fjöldi leikja í kvöld: Grannaslagur í Sandgerði
Fjöldi knattspyrnuleikja fer fram hér heima á Íslandi í dag og á Suðurnesjum ber hvað hæst grannaslagur Reynis og Víðis í 2. deild karla enda liðin að mætast í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í áratug. Þá mætast Keflavík og Fylkir í Landsbankadeild kvenna og Þróttur Vogum leikur sinn fyrsta leik í 3. deild karla er þeir mæta Hamrarnir/Vinir á ÍR-vellinum kl. 20:30.
Viðureign Reynis og Víðis hefst kl. 20:00 á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði og er von á fjölmenni á leikinn. Bæði lið verða með andlitsmálanir og skemmtanir fyrir leik til handa sínu stuðningsfólki. Reynismenn hittast á Mamma Mía fyrir leik en Víðismenn hittast í vallarhúsinu við Garðsvöll.
Keflavík leitar að sínum fyrsta sigri í Landsbankadeild kvenna í kvöld þegar Fylkir úr Árbænum mætir á Sparisjóðsvöllinn í Keflavík kl. 19:15. Keflavík lá 2-1 gegn KR í fyrstu umferð en nældu svo í sín fyrstu stig í Kópavogi með 1-1 jafntefli gegn Blikum.
Allir leikir dagsins
Landsbankadeild kvenna:
19:15 Fjölnir - Valur (Fjölnisvöllur)
19:15 Keflavík - Fylkir (Sparisjóðsvöllurinn)
19:15 KR - Breiðablik (KR-völlur)
19:15 Afturelding - Stjarnan (Varmárvöllur)
1.deild karla:
19:00 ÍBV - Stjarnan (Hásteinsvöllur)
19:15 KA - Selfoss (Akureyrarvöllur)
20:00 Haukar - Víkingur R. (Ásvellir)
2.deild karla:
20:00 Hvöt - ÍR (Blönduósvöllur)
20:00 Grótta - Hamar (Gróttuvöllur)
20:00 Reynir S. - Víðir (Sparisjóðsvöllurinn)
3.deild karla - A riðill:
20:00 KFR - Ægir (Hvolsvöllur)
20:00 Árborg - Berserkir (Selfossvöllur)
3.deild karla - B riðill:
20:30 Hamrarnir/Vinir - Þróttur V. (ÍR-völlur)
3.deild karla - C riðill:
20:00 KB - Afríka (Leiknisvöllur)
20:00 Snæfell - Ýmir (Stykkishólmsvöllur)
3.deild karla - D riðill:
20:00 Spyrnir - Huginn (Fellavöllur)
VISA-bikar kvenna:
17:45 Fjarðabyggð/Leiknir - Höttur (Fjarðabyggðarhöllin)
1.deild kvenna - A-riðill:
16:00 ÍBV - ÍA (Hásteinsvöllur)
VF-Mynd/ [email protected] – Danka Podovac gerði glæsilegt mark fyrir Keflavík gegn Breiðablik í síðustu umferð.