Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjöldi knattspyrnumóta hjá Keflavík
Fimmtudagur 27. desember 2007 kl. 11:36

Fjöldi knattspyrnumóta hjá Keflavík

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur mun standa fyrir eftirtöldum mótum í Reykjaneshöllinni hjá yngri flokkum karla á nýju ári. Það verður nóg um að vera og því um að gera fyrir sem flesta að skrá sín lið til leiks í tæka tíð.

 

4. fl. karla (A–lið)

Laugardaginn 19. janúar kl. 8:00 – 13:00

Hámarksfjöldi liða í mótið: 5 A – lið.

Hraðmótsfyrirkomulag þar sem leiktími er 1 x 27 mín.

Fjöldi leikmanna í liði: 11 manna bolti (stór völlur)

Þátttökugjald: 1300 kr. á hvern þátttakenda.

Innifalið: bikar og verðlaunapeningur fyrir sigurliðið og pizzuveisla.

Skráning í síðasta lagi miðvikudaginn 9. janúar.

 

4. fl. karla (B-lið)

Laugardaginn 19. janúar, kl. 13:00 – 18:00

Hámarksfjöldi liða í mótið: 10 lið

(Mótið er fyrir yngra árs leikmenn eða B-liðs leikmenn)

Fjöldi leikmanna í liði: 7 útileikmenn + markvörður

Leikið er á hálfum velli (50 x 64 m.) með stórum mörkum.

Tilvalinn “stökkpallur” fyrir pilta sem eru að koma upp úr 5. fl.

Þetta leikjafyrirkomulag hefur vakið mikla ánægju s.l. ár.

Þátttökugjald: 1300 kr. á hvern þátttakenda.

Innifalið: bikar og verðlaunapeningur fyrir sigurliðið og pizzuveisla.

Skráning í síðasta lagi miðvikudaginn 9. janúar.

 

5. flokkur karla

Laugardaginn 2. febrúar.

Hámarksfjöldi liða í mótið: 8 A-lið, 8 B-lið, 8 C–lið og 8 D–lið.

Leikið á 4 völlum samtímis. Vallarstærð: 50 x 32 m.

Fjöldi leikmanna í liði: 5 útileikmenn + markvörður

Þátttökugjald: 1250 kr. á hvern þátttakenda

Innifalið: bikar fyrir sigurlið, verðlaunapeningur fyrir alla þátttakendur og pizzuveisla.

Skráning í síðasta lagi miðvikudaginn 23. janúar.

 

6. flokkur karla

Laugardaginn 9. febrúar.

Hámarksfjöldi liða í mótið: 8 A-lið, 8 B-lið, 8 C–lið og 8 D–lið.

Leikið á 4 völlum samtímis. Vallarstærð: 50 x 32 m.

Fjöldi leikmanna í liði: 6 útileikmenn + markvörður

Þátttökugjald: 1250 kr. á hvern þátttakenda

Innifalið: bikar fyrir sigurlið, verðlaunapeningur fyrir alla þátttakendur og pizzuveisla.

Skráning í síðasta lagi miðvikudaginn 30. janúar.

 

7. flokkur karla

Laugardaginn 16. febrúar.

Hámarksfjöldi liða í mótið: 8 A-lið, 8 B-lið, 8 C–lið og 8 D–lið.

Leikið á 4 völlum samtímis. Vallarstærð: 50 x 32 m.

Fjöldi leikmanna í liði: 6 útileikmenn + markvörður

Þátttökugjald: 1250 kr. á hvern þátttakenda

Innifalið: Verðlaunapeningur, gjöf og pizzuveisla.

Skráning í síðasta lagi miðvikudaginn 6. febrúar.

 

Mót með þessu fyrirkomulagi hafa verið haldin í Reykjaneshöllinni undanfarin ár og hefur verið mikil ánægja hjá þeim sem sótt hafa mótin. Nú er búið að leggja nýtt frábært gervigras í Reykjaneshöllina og aðstæður því fyrsta flokks. Þar sem liðafjöldi í mótin er takmarkaður hafa færri félög komist að en vilja, því gildir sú regla að þeir sem skrá sig fyrstir ganga fyrir. Venjulega fyllist í mótin á fyrsta degi. Allar nánari upplýsingar gefur mótsstjóri sem tekur jafnframt á móti skráningum.

 

Mótsstjóri:

Gunnar Magnús Jónsson

S: 899-7158

Netfang: [email protected]

 

www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024