Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjöldi Íslandsmeistara frá Suðurnesjum krýndir um helgina
Unglingaflokkur sameiginlegs liðs Grindavíkur og Þórs Þ. hampar Íslandsmeistaratitlinum - mynd:karfan.is
Sunnudagur 26. apríl 2015 kl. 21:35

Fjöldi Íslandsmeistara frá Suðurnesjum krýndir um helgina

Keflavíkurstúlkur með fullt hús titla í Hólminum

Úrslitahelgi yngriflokka í körfunkattleik fór fram með pompi og prakt um helgina í Stykkishólmi þar sem að Suðurnesjalið voru áberandi.

Í drengjaflokki varð sameinað lið Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn Íslandsmeistari eftir seigur á Haukum 93-84 í hörkuleik. Ingvi Þór Guðmundsson var útnefndur maður leiksins en hann skoraði 26 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 5 fráköst í liði Grindavíkur/Þórs Þ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavíkurstúlkur urðu Íslandsmeistarar í stúlknaflokki eftir sigur á Haukum 52-44. Telma Dís Ágústsdóttir var útnefndur maður leiksins en hún skoraði 21 stig og tók 17 fráköst fyrir Keflavík.

Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í 9. flokki kvenna eftir sigur á grönnum sínum úr Grindavík 45-39. Elsa Albertsdóttir var útnefnd kona leiksins með 13 stig, 11 fráköst og 8 stolna bolta í sínu nafni. 

Keflavík varð þá Íslandsmeistari í unglingaflokki kvenna eftir öruggan sigur á sameiginlegu liði Vals og Snæfells 78-47. Ingunn Embla Kristínardóttir var útnefnd kona leiksins en hún skoraði 16 stig og tók 7 fráköst fyrir Keflavík. 

Keflavík varð einnig Íslandsmeistari í 10. flokki kvenna eftir sigur á Njarðvíkingum 57-30. Birna Valgerður Benónýsdóttir var útnefnd kona leiksins en hún skoraði 18 stig og tók 12 fráköst.

Njarðvíkingar eignuðust Íslandsmeistara í 11. flokki karla eftir sigur á KR-ingum 89-70. Jón Arnór Sverrisson var útnefndur maður leiksins og skartaði glæsilegri ,,þrennu", 15 stig, 15 fráköst og 16 stoðsendingar, sem verður að teljast mögnuð frammistaða hjá kappanum. 

Meðfylgjandi myndir eru fengnar með góðfúslegu leyfi frá vinum okkar á heimasíðunni karfan.is en þar má finna ítarlegar greinar um alla úrslitaleikina.

Sannarlega frábær helgi að baki hjá Suðurnesjaliðum í körfunni og óskum við öllum liðunum og þjálfurum þeirra til hamingju með frábæran árangur!