Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsinu á Ásbrú
Þriðjudagur 21. júní 2011 kl. 11:46

Fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsinu á Ásbrú

- 1 á 1 mót framundan

Íþróttahúsið á Ásbrú stendur fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum nú í sumar. Á dögunum var keppt í asna-skotkeppni þar sem Sunna Dís Reynisdóttir stóð uppi sem sigurvegari eftir harða baráttu en ýmislegt annað er framundan sem íþróttaáhugamenn gætu haft gaman af.

Einn á einn keppni í körfubolta verður haldin fimmtudaginn 30. júní í íþróttahúsinu á Ásbrú. Spilað verður í riðlum og komast tveir efstu í hverjum riðli áfram í úrslit þar til aðeins einn stendur eftir. Ekki verður skipt eftir aldursflokkum en ef þátttaka verður góð og áhugi er fyrir hendi verða jafnvel haldin fleiri mót af þessu tagi. „Þarna verður spilað eftir götureglum en ekki er ætlast til þess að fólk verði með tuddaskap,“ segir Tómas Tómasson forstöðumaður íþróttahússins á Ásbrú. Hann býst svo við því að það verði dómarar í úrslitaleikjunum. Leikirnir verða upp í 11 og verður svokallað „make it take it“ fyrirkomulag en í því felst að ef þú skorar þá færðu boltann aftur. Skráning er hafin í síma 421-8070 og á facebooksíðu íþróttahússins og er þátttökugjald 1.000 kr. en mótið hefst klukkan 18:00.

„Á miðvikudögum í sumar erum við með opna tíma í körfubolta frá 18-20 svona eins og Kaninn var með hér áður fyrr. Skotið er í lið og svo spilað upp í 11 og mega allir mæta, bæði stelpur og strákar.“ Þátttökugjald er 500 kr.

Svo minnist Tómas á blakið en það hefur notið vaxandi vinsælda utandyra. „Hér er alltaf fínn hiti og logn og um að gera að mæta í blak hjá okkur á fimmtudögum í sumar frá 18-19:30 en þar kostar einnig 500 kr. að vera með.

Mynd: Keppendur í asna-skotkeppni á dögunum

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024