Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjögur Suðurnesjalið í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins
Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur hjá Keflavík.
Mánudagur 17. desember 2012 kl. 01:00

Fjögur Suðurnesjalið í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins

Helmingur liða í 8-liða úrslitum í Powerade-bikarnum kemur frá Suðurnesjum. Grindavík, Keflavík, Njarðvík og..

Helmingur þeirra liða sem hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum í Powerade-bikar karla kemur frá Suðurnesjum. Grindavík, Keflavík, Njarðvík og Reynir Sandgerði er komin í 8-liða úrslit en leikið var í keppninni um helgina.

Keflavík vann fínan heimasigur á 1. deildarliði Hamars í Toyotahöllinni, 93-75. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur hjá Keflavík með 23 stig og Darrel Lewis var með 19 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík vann nauman sigur á Fjölni í Röstinni, 101-98, í spennandi leik. Aaron Broussard átti stórleik fyrir gulklædda og skoraði alls 36 stig. Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 14 stig.

Njarðvík átti ekki í vandræðum með að leggja Hauka-B af velli á útivelli, 57-112. Elvar Már Friðriksson var stighæstur í liði Njarðvíkur með 18 stig. Reynir Sandgerði fór einnig áfram eftir að hafa lagt Augnablik af velli 66-74.