Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fjögur ný aldursflokkamet hjá ÍRB
Fimmtudagur 8. desember 2005 kl. 11:57

Fjögur ný aldursflokkamet hjá ÍRB

Fjögur ný aldursflokkamet voru sett á innanfélagsmóti ÍRB í gærkvöldi.

Telpnasveit ÍRB bætti metið 4 x 50m fjórsundi þegar þær syntu á 2.11.80 en gamla metið var 2.12.05. Sveitina skipuðu þær  Marín Hrund Jónsdóttir, Elín Óla Klemenzdóttir, Hafdís Ósk Pétursdóttir og Jóna Helena Bjarnadóttir.

Sveinasveit ÍRB bætti metið  í 4 x100m skriðsundi þegar þeir syntu á 4.37.00 en gamla metið var 4.42.87. Sveitina skipuðu þeir Hermann Bjarki Níelsson, Rúnar Ingi Eðvarðsson, Ingi Rúnar Árnason og Vilberg Andri Magnússon.

Stúlknasveit ÍRB bætti metið í 4 x100m flugsundi þegar þær syntu á 4.39.49 en gamla metið var 4.45.55. Sveitina skipuðu þær Marín Hrund Jónsdóttir, Helena Ósk Ívarsdóttir, Hafdís Ósk Pétursdóttir og Erla Dögg Haraldsdóttir.

Meyjasveit ÍRB bætti metið í 4 x50m flugsundi þegar þær syntu á 2.20.57 en gamla metið var 2.23.11. Sveitina skipuðu þær Svandís Þóra Sæmundsdóttir, Hildur Ýr Sæbjörnsdóttir, María Halldórsdóttir og Soffía Klemenzdóttir.

Ásamt þessum íslandsmetum í aldursflokkum þá féllu einnig fjögur ný innanfélagsmet.
Soffía Klemenzdóttir sló metið í 400m skriðsundi, Erla Dögg Haraldsdóttir í 100m fjórsundi, Hermann Bjarki Níelsson í 1500m skriðsundi og Jóna Helena Bjarnadóttir í 1500m skriðsundi.

Alls eiga nú boðsundssveitir ÍRB 34 gildandi met í ýmsum aldursflokkum á metaskrá sundsambandsins. Annað innafélagsmót fer fram miðvikudaginn 14. des og þá er stefnan sett á enn fleiri met.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024