Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjögur fræknu í kvöld
Föstudagur 18. nóvember 2005 kl. 15:19

Fjögur fræknu í kvöld

Það verður nóg um að vera í körfuknattleiksheiminum í kvöld þegar hin fjögur fræknu mætast í Laugardalshöllinni.

Fjögurra liða úrslitin í Powerade bikarkeppni karla hefjast í kvöld á leik Fjölnis og KR kl. 18:30 og þar strax á eftir, eða kl. 20:30, mætast Njarðvík og Keflavík. Leikir þessara tveggja liða eru alltaf mikið tilhlökkunarefni enda körfuknattleikur í hæsta gæðaflokki þar á ferðinni.

Keflvíkingar léku gegn BK Riga í gær og sýndu þar mátt sinn með því að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppninni. Njarðvíkingar eru taplausir til þessa í Iceland Express deildinni og því má gera ráð fyrir flugeldasýningu í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024