Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fjársjóður í fjörunni
Miðvikudagur 13. júní 2012 kl. 08:46

Fjársjóður í fjörunni


Krakkarnir í Sport- og ævintýraskólanum voru himinlifandi þegar þau fundu gullkistu fulla af fjársjóði við fjöruna í Innri Njarðvík s.l. þriðjudag. Eftir að kistan var fundin var ákveðið að deila fjársjóðnum og fengu allir gullmola með sér heim.

Ákveðið var í framhaldinu að skrifa flöskuskeyti um fjársjóðsfundinn og skrifuðu allir þátttakendur Sport- og Ævintýraskólans undir skjalið sem síðan var fleygt í sjóinn og sent á vit ævintýranna, en um 90 þátttakendur eru í Sport- og Ævintýraskólanum að þessu sinni sem er metþátttaka.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024