Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjáröflun badmintondeildar Keflavíkur
Fimmtudagur 22. febrúar 2007 kl. 12:28

Fjáröflun badmintondeildar Keflavíkur

Helgina 23.-25.febrúar munu yngri hópar Badmintondeildar Keflavíkur ganga í hús í Reykjanesbæ og selja tannhirðupakka. Ágóðinn af fjáröfluninni rennur til Badmintondeildar Keflavíkur.

 

Til sölu eru tveir mismunandi tannhirðupakkar, fjölskyldupakki og fullorðinspakki. Fjölskyldupakkinn er samansettur af tveim Colgate tannkremstúpum, B8 tannþráði, tveimur B8 fullorðinstannburstum, tveimur B8 barnatannburstum og glærri tösku sem þetta kemur allt saman í. Fullorðinspakkinn er búinn því sama nema þar er að finna fjóra B8 fullorðinstannbursta og engan barnatannbursta.

 

Þetta eru pakkar sem henta vel til daglegrar notkunar, í ferðalög og/eða bústaðinn.
Lýðheilsustöð mælir með soft tannburstum og því eru allir tannburstarnir í pakkanum soft. Að auki eru engir 2 tannburstar í sama lit í pakka, sem kemur í veg fyrir rugling.

 

www.keflavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024