Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fitness: Freyja og Jakob bikarmeistarar
Mánudagur 6. nóvember 2006 kl. 14:48

Fitness: Freyja og Jakob bikarmeistarar

Suðurnesjafólkið Freyja Sigurðardóttir og Jakob Jónharðsson unnu góða sigra á Bikarmóti IFBB í fitness á Laugardag.

Freyja var hlutskörpust í flokki kvenna yfir 164sm og hafði betur en Anna Bella Markúsdóttir í heildarkeppninni þar sem um afar tvísýna keppni var að ræða.

Freyja hefur því gert ansi góða ferð hingað heim frá Noregi þa sem hún býr, því eins og hefur komið fram áður í Víkurfréttum varð hún einnig Íslandsmeistari í IceFitness helgina áður.

Í karlaflokki var Jakob hlutskarpastur eftir jafna keppni, en hann þótti þó skara framúr. Í öðru sæti var Sigurkarl Aðalsteinsson.

 

Mynd úr einkasafni: Freyja á IceFitnessmótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024