Fiskihlaðborð UMFN
Fiskihlaðborð Knattspyrnudeildar UMFN verður haldið fimmtudagskvöldið 25. maí í Stapanum. Veislan hefst kl. 19 og er þetta fjórða árið í röð sem Knattspyrnudeild UMFN stendur fyrir fiskihlaðborði.
Matseldin verður í öruggum höndum Haraldar Helgasonar en skemmtidagskrá kvöldsins er vel skipuð þar sem landsfrægur skemmtikraftur mun troða upp.
Miðaverð er kr. 3000 á mann og er hægt að panta miða í síma 421 1160, 862 6905, 862 0360 eða 861 3266.
http://fotboltinn.umfn.is/