Firmamót Reynis
Knattspyrnudeild Reynis mun standa að firmamóti í knattspyrnu laugardaginn 25. ágúst næstkomandi en þá standa Sandgerðisdagarnir yfir. Stefnt er að því að ná inn 16 sjö manna liðum inn í mótið og að leikið verði í fjórum riðlum.
Vegleg verðlaun verða í boði á mótinu en kostnaður við skráningu hvers liðs í mótið verður 20.000 kr. Nánari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast í síma 899 9580 eða á póstfanginu [email protected]