Finna Grindvíkingar netmöskvana?
Grindvíkingar geta komist upp í sjötta sæti Landsbankadeildarinnar í kvöld takist þeim að sigra Valsmenn sem eru í öðru sæti deildarinnar. Liðin mætast á Grindavíkurvelli og hefst leikurinn kl. 19:15.
Liðin áttust við í fyrstu umferð mótsins að Hlíðarenda í sumar og sigruðu Valsmenn 3-1 í þeim leik. Mark Grindavíkur gerði Magnús Sverrir Þorsteinsson en mörk Valsmanna gerðu þeir Guðmundur Benediktsson, Sigurbjörn Hreiðarsson og Bjarni Eiríksson.
Valsmenn hafa einungis fengið á sig fimm mörk í níu deildarleikjum í sumar og því ljóst að mikið verk er fyrir höndum hjá Grindvíkingum við að finna netmöskvana hjá Kjartani Sturlusyni í kvöld.
Staðan í deildinni
Liðin áttust við í fyrstu umferð mótsins að Hlíðarenda í sumar og sigruðu Valsmenn 3-1 í þeim leik. Mark Grindavíkur gerði Magnús Sverrir Þorsteinsson en mörk Valsmanna gerðu þeir Guðmundur Benediktsson, Sigurbjörn Hreiðarsson og Bjarni Eiríksson.
Valsmenn hafa einungis fengið á sig fimm mörk í níu deildarleikjum í sumar og því ljóst að mikið verk er fyrir höndum hjá Grindvíkingum við að finna netmöskvana hjá Kjartani Sturlusyni í kvöld.
Staðan í deildinni