Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmti sigurinn í röð hjá Keflavík
Daniela Wallen var framlagshæst hjá Keflavík í gær. Myndir úr safni VF
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 20. október 2022 kl. 09:18

Fimmti sigurinn í röð hjá Keflavík

Keflvíkingar sýna engin veikleikamerki í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og hafa unnið alla sína leiki á tímabilinu. Botnliði ÍR var ekki sýnd nein miskunn í gær þegar þær mættu í Blue-höllina og Keflavík vann með 32 stiga mun, 72:40. Njarðvík lagði Breiðablik á sama tíma í Ljónagryfjunni 94:79 en Grindavík tapaði fyrir Val 72:80.

Keflavík - ÍR 72:40

(27:11, 20:17, 16:5, 9:7)

Keflavík tók afgerandi forystu í fyrsta leikhluta og lét hana aldrei af hendi. Leikurinn var ójafn en Keflvíkingar hafa unnið allar viðureignir sínar í deildinni á meðan ÍR-ingar eru enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri.

Ingunn Anna Svansdóttir skoraði sextán stig en Daniela Wallen var framlagshæst með 28 framlagspunkta og fjórtán stig skoruð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Laneiro átti frábbæran leik í gær.

Njarðvík - Breiðablik 94:79

(26:21, 21:23, 20:23, 27:12)

Raquel Laneiro fór fyrir Njarðvíkingum í gær með 34 stig, sex fráköst, fimm stoðsendingar og 39 framlagspunkta þegar Njarðvík lagði Breiðablik í hörkuleik. Það var allt hnífjafnt í Ljónagryfjunni (67:67) þegar fjórði leikhluti hófst en þá settu Njarðvíkingar í fluggírinn og skoruðu 27 stig gegn einungis tólf stigum gestanna.


Grindavík - Valur 72:80

(24:15, 15:17, 19:28, 14:20)

Grindvíkingar stóðu vel í Völsurum í HS Orkuhöllinni í gær og höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins en eftir því sem leið á leikinn fór að síga á ógæfuhliðina. Valur komst yfir um miðjan þriðja leikhluta en hafði aðeins tveggja stiga forskot þegar fjórði leikhluti hófst. Valsarar reyndur sterkari í lokaleikhlutanum og uppskáru átta stiga sigur að lokum.

Danielle Rodriguez og Elma Dautovic leiddu Grindavík í flestum þáttum, Rodriguez með nítján stig og 24 framlagspunkta en Dautovic með tuttugu stig og nítján framlagspunkta.

Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha var sterkust í fráköstunum, alls ellefu fráköst, sex stig og ein stoðsending.