Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmta tap Grindvíkinga í röð
Miðvikudagur 27. nóvember 2013 kl. 20:55

Fimmta tap Grindvíkinga í röð

Grindvíkingar hafa nú tapað fimm leikjum í röð í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Nú síðast í kvöld á heimavelli gegn Hamarskonum, 57-73. Pálína Gunnlaugsdóttir er enn fjarri góðu gamni hjá Grindvíkingum og munar það sjálfsagt um minna. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en gestirnir frá Hveragerði leiddu 36-38 undir lok hálfleiks. Sóknarleikur Grindvíkinga var þó varla til að tala um í seinni hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins 21 stig, þar af aðeins níu í fjórða leikhluta.

Oosdyke fór fyrir Grindvíkingum í leiknum en hún skoraði 25 stig og tók 21 frákast. Aðrir leikmenn áttu ekki ýkja góðan dag. María Ben Erlingsdóttir var dugleg í fráköstunum en hún tók 15 slík ásamt því að skora níu stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024