Fimmfaldir meistarar í heimsókn
Keflavík gegn KR í karlakörfunni
Keflvíkingar freista þess að rífa sig í gang eftir sárt tap gegn grænum grönnum sínum í fyrstu umferð í Domino’s deild karla í körfunni. Ærið verkefni er fyrir höndum en Íslandsmeistarar síðustu fimm ára mæta í heimsókn í Blue-höllina í kvöld. KR-ingar lögðu Skallagrím í fyrstu umferð en liðið er talsvert breytt frá því á síðustu leiktíð.
Keflvíkingar léku vel gegn Njarðvíkingum en misstu leikinn frá sér á lokasprettinum. Þeir mæta með nýjan spænskan miðherja til leiks og búast má við fjörugum leik eins og jafnan þegar þessi lið mætast.
Leikurinn hefst klukkan 20:15.