Fimm suðurnesjamenn í karlalandslið KKÍ
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, hefur valið 12 leikmenn sem fara til Litháen næsta föstudag. Þar mun liðið æfa og leika tvo leiki gegn landsliði Litháa.
Fimm Suðurnesjamenn eru í liðinu að þessu sinni, Magnús Þór Gunnarsson og Jóhann Ólafsson, Njarðvík, Hörður Vilhjálmsson og Sigurður Þorsteinsson, Keflavík og Páll Axel Vilbergsson, Grindavík.