Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimm Suðurnesjadrengir í 15 manna æfingahóp U16
Miðvikudagur 28. janúar 2009 kl. 14:35

Fimm Suðurnesjadrengir í 15 manna æfingahóp U16


Helgina 13.-15. febrúar næstkomandi mun 15 manna æfingahópur U16 landsliðsins æfa saman undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar, en eftir það verða 12 leikmenn valdir til að æfa og keppa á Norðurlandamótinu sem fer fram dagana 20.-24. maí í Solna í Svíþjóð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hópnum eru fimm leikmenn úr Reykjanesbæ, en það eru þeir Andri Daníelsson og Andri Þór Skúlason úr Keflavík, og Maciej Stanislav Baginski, Oddur Birnir Pétursson og Valur Orri Valsson úr Njarðvík. Æfingarnar fara fram í Smáranum, Kópavogi, Akurskóla í Njarðvík og DHL-höllinni í Reykjavík. Nánar má lesa um þetta á kki.is.

VF-mynd/kki.is