Fimm marka leikur í Garðinum
Víðismenn höfðu 3-2 sigur á Hamarsmönnum í 3. deild karla í fótbolta í gær. Staðan í leiknum var 1-1 í hálfleik. Heimamenn í Víði skoruðu tvö mörk í síðari hálfleik áður en gestirnir náðu að minnka muninn á 90. mínútu. Mörk Víðismanna í leiknum gerðu Guilherme Emanuel Silva Ramos, Ísak Örn Þórðarson og Róbert Örn Ólafsson. Víðismenn hafa fjögur stig eftir fjóra leiki í deildinni og verma 7. sæti.