Fimm leikmenn til Víðis
Fjórir leikmenn Keflavíkur í knattspyrnu hafa gert samning við Víðir, Garði og munu þeir leika með liðinu í sumar í annari deildinni.
Þessir leikmenn eru Ari Steinn Guðmundsson, sem lék með Víðir síðasta sumar og leikur hann á miðjunni/ kanti en leikmaðurinn kemur á láni frá Keflavík. Fannar Orri Sævarsson, kemur að láni frá Keflavík og leikur hann einnig á kanti og miðju. Erik Oliversson, markmaður lék áður með 2. flokki í Keflavík og er kominn aftur í raðir Víðismanna ásamt Brynjari Bergmann Björnssyni.
Þá er pólski markmaðurinn Poitrek Bujak, einnig genginn til liðs við Víðir.
	
	 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				